Ný þjóðaratkvæðagreisla

Það er eins og allur kraftur hafi endanlega farið úr ríkisstjórninni eftir atkvæðagreisluna, þessi mikla pressa um ICESAVE og upphróp um hvað atkvæðagreiðslan þjónaði litlum tilgangi sem var alveg fram á síðasta dag, og nú er bara "puff" eins og síðasti vindurinn í blöðrunni hafi farið.

Ég tel alveg ljóst um hvað á að kjósa næst og það hið fyrsta, en það er hvort við eigum að láta pólitíska stjórn leiða okkur út úr þessu ástandi eða eitthvað form af borgaralegri stjórn. Fyrir mér er það augljóst, pólitísku flokkarnir eru farnir að búa sig undir þingkosningar svo að það sem þó hefur verið í gangi er stoppað, stjórnarflokkarnir eru að setja í gang örvæntingafullar hrókeringar í stjórnarliðinu sem verður til þess að draga allt ennfrekar á langinn, stjórnarandstaðan rær undir með öllum ráðum að stjórnarslit verði. Pólitíkin sú arma tík er ráðþrota hún vill bara koma sínum hvolpum í vænleg embætti hér heima og/eða úti í Evrópu, og gildir það sama um stjórn og stjórnarandstöðu. 

Hér þarf að koma borgaraleg stjórn sem sett er saman af fólki úr þeim stöðum í þjóðfélaginu sem kunna að takast á við gjaldþrota stofnun sem er stútfull af spillingu sem enginn þorir að takast á við, það hljómaði ekki vel þegar forsætisráðherra/frú sendi Bjarna Ben. pilluna í Silfri Egils um daginn "þú skalt ekki segja mikið Bjarni, þín er getið í skýrslunni góðu"  skýslu sem við raunar bíðum öll eftir að verði birt en það virðist vera þannig að eitthvað verður til þess að það dregst endalaust, kannski er verið að bíða eftir að ákveðin atriði fyrnist svo ekki verði hægt að ganga að mönnum vegna þess.

Það sem ég sé fyrir mér er að setja upp svipað þing eins og var haldið hér í Laugardalshöllinni í vetur og þá ætti einvörðungu að ræða um hverjir geti leytt okkur út úr þessu ástandi og búa til stjórn sem síðan færi í þá vinnu.

 

 


Þjóðaratkvæðagreiðslan "um" ICESAVE

 Ég tel að við sýnum ábyrgð með því að mæta á kjörstað, hvað við kjósum er síðan ákvörðun hvers og eins, aðalmálið er að mæta og sýna samstöðu láta vita af því að við viljum nota þennan rétt sem við eigum í svona tilfellum.

Við eigum líka að mæta vegna þess að ríkisstjórnin er að segja okkur að þau séu komin með betri samning og þess vegna þurfi ekki að kjósa, EN SÁ SAMNINGUR ER EKKI UNDIRSKRIFAÐUR og hvað gerist ef við mætum ekki á kjörstað, jú þá pakka Bretar og Hollendingar saman og hætta að ræða við okkur því að gamli samningurinn tekur gildi, og við tekur stjórnarkreppa sem hjálpar engum. Með því að við mætum á kjörstað og tökum afgerandi afstöðu, munu þeir halda áfram að reyna að ná samningum sem allra fyrst, því þeir vilja greinilega gera allt til að komast hjá því að hleypa ICESAVE málinu til dómstóla. Okkar markmið á að vera það að "deponera" fyrir greiðslunni og gera alt sem hægt er til að fá úrskurð frá til þess hæfum dómstólum.

 ÁGÆTA ÞJÓÐ NÝTUM RÉTT OKKAR TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í AÐ SKAPA FRAMTÍÐ OKKAR OG KOMANDI KYNSLÓÐA, FÖRUM ÖLL OG KJÓSUM SÝNUM Í VERKI MÁTT OKKAR OG MEGIN.

Ég er búinn að kjósa og mitt val er NEI.


Var lýðveldinu ÍSLAND stolið ?

Jón okkar Sigurðsson sem vann ötullega að því að við fengjum sjálfstæði hefur örugglega snúið sér við í gröfinni ef hann hefur haft pata af því sem gerðist raunverulega þann 17 júní 1944, þessu var stungið að mér um daginn og ég sé núna í ljósi undanfarinna atburða og eins ef maður lítur yfir sögu Íslands frá 1944 að þetta er alveg rétt Lýðveldinu ÍSLAND var stolið af pólitíkinn/flokkunum á þessum degi. Síðan þá hafa þessi öfl ráðskast með okkur og oft ekki á lýðræðislegan hátt því við höfum sjaldnast fengið að taka þátt í því sem varðar land og þjóð einungis fengið að kjósa fyrirfram valið fólk á lista í kosningum, sem síðan ef því sýnist svo valsar á milli flokka án nokkurs umboðs frá kjósendum. Sem betur fer hafa þó verk landsfeðranna oftast verið eitthvað sem við erum sátt við en svo koma á milli ákvarðanir sem má segja að brjóti í bága við lög og rétt, eins og þáttakan í Írakstríðinu, afhending á fiskikvótanum, þessi ógurlegi ákafi að komast í E-bandalagið þó það kosti þjóðina nánast gjaldþrot með því að samþykkja ICESAVE samninginn sem við þurfum örugglega ekki að borga, eitthvað er það sem gerir að kröfuhafar taka upp viðræður um samninginn hvað eftir annað og vilja semja núna en ekki fara dómstólaleiðina.

Icesave, hvað er í gangi !!!!!!!

Enn og aftur á maður ekki orð yfir það sem er að gerast í þessu máli, ég er helst á því núna að pólítíkusarnir sé farnir að æfa sig fyrir inngönguna í E-bandalagið það er að búa til tilefni til að ferðast til Evrópu og hafa það huggulegt og reyna að láta okkur trúa því að þeir séu að vinna vinnuna sína en svo er bara alls ekki í þessu tilfelli. Það verður að fara að stoppa þessa vitleysu og ég er viss um að eina leiðin er að lífeyrissjóðirnir láni veð svo hægt sé að fara að snúa sér að uppbyggingarmálum hér heima, nema að okkur hafi ekki verið sagt rétt og satt frá með stöðu þeirra sjóða þeir eru kannski tómir ? hvað veit maður öðru eins hefur verið haldið leyndu um stöðu bankanna á undanförnum árum. Er ekki kominn tími til að breyta fyrirkomulaginu á lífeyrissjóðunum, sameina þá og ráða í þá aðila sem eru menntaðir og með reynslu til að stýra þessum báknum, eða allt annað t.d. að greiða okkur út inneignina með skilyrtri bindiskyldu í banka eða verðbréfafyrirtæki sem yrði laus til útborgunar mánaðarlega eða í einni greiðslu þegar kæmi að því að fara á eftirlaun. Með því ynnist það að einhverjir stjórnendur væru ekki að braska með peningana okkar og að sjóðirnir erfðust til afkomenda að mestu eða öllu leyti en en hyrfu ekki inn í hítina eins og núna ef sjóðfélagi fellur snemma frá.

Austurvöllur

Ég var á Austurvelli í gær og það er alveg ótrúlegt að heyra hvað er að gerast eða ekki að gerast og hvernig við fólkið í landinu erum algerlega hunsuð, það er greinilegt að það er verið að verja fjármagnseigendur og vini og vandamenn ráðamanna. Afhverju skyldi það vera? getur verið að þetta flokkakerfi sé svo fast í fjárhagslegri hengingaról að ef stjórnmálamenn hreyfa við fjármagnseigendum þá missi flokkarnir styrki sem ekki birtast opinberlega? hvað er í gangi að ekki má létta byrðunum á hinum almenna borgara svo hann geti orðið þáttakandi í uppbyggingunni á eðlilegum forsendum en ekki með skattpíningu ofan á gjaldþrot. ?????????

Laugardagur 19/2

Heil og sæl, nú er komið að því að tjá sig en það er aðalástæðan fyrir því að opna þessa bloggsíðu. Flestir í kringum mig eru orðnir þreyttir á að heyra ræðurnar mínar en sjá ekkert gerast hjá mér, nú er breyting á því, ég skrifaði grein í Moggann um daginn (16 feb.) og ég ætla að mæta á Austurvöll í dag. Hér ætla ég að setja niður mínar skoðanir og álit í þeirri von að ef það er áhugavert öðrum að þá verði það kanski til að hjálpa okkur út úr þessu ástandi sem þjóðin er í, ef ekki þá hef ég þó losað úr gremjupokanum og líður kannski eitthvað betur.

Það er dapurt að horfa uppá ríkisstjórnina þessa dagana, það er lögð ofuráhersla á inngöngu í efnahagsbandalagið, svo mikil að öllu öðru en að leysa þá hnökra sem standa í vegi fyrir því er kastað til hliðar, þar á meðal öllu sem heitir að bjarga heimilinum sem ætti þó að vera forgangsatriði því að við erum þjóðin. Þetta er skrýtin stefna því að það er orðið ljóst að það á að láta okkur borga það sem þarf til að rétta kerfið af, en fyrir mér er það skrýtna að það á að keyra okkur í kaf í skuldum, og hvað verður þá eftir í þjóðarbúið, bankarnir fá vextina af skuldunum og það er búið að selja þá, bankana altsvo, svo það verður ekkert eftir til að greiða í skatta. Það er lögð ofuráhersla að ganga frá ICESAVE skuldinni því hún kemur í veg fyrir að inngangan í evrópub.l. verði tekin fyrir en mitt álit er að það eigi að deponera fyrir henni og snúa sér síðan af öllu afli í það að koma þjóðfélaginu á réttan kjöl.

Ekki meira að sinni, ég er að verða æstur.


Út í veröldina !!!!!

Sæll Bloggheimur, nú er kominn tími til að stimpla sig inn, sem gerðist núna .............

Meira seinna.


« Fyrri síða

Um bloggið

Ægir Björgvinsson

Höfundur

Ægir Björgvinsson
Ægir Björgvinsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...mynd_gir
  • ..._2502523079

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband