Stjórnlagaþing úti ? eða hvað ?

Jæja það fór þá svona að kosningin er dæmd ógild og allt í upplausn, ég vona að ráðamenn komist að ásættanlegri og löglegri niðurstöðu. Ég er fyrrverandi frambjóðandi til stjórnlagaþimgs (nr. 2743) og tel að það eigi, ef ekki er hætt við, að kjósa aftur og allir sem buðu fram fái tækifæir til að taka þátt. Ég tel að þessi umgjörð sem var búin um kosningarnar hafi getað fælt fólk frá því gagnrýnin um að ekki væri rétt staðið að kosningunni var komin af stað áður en kosið var. Það eru búnar að ganga allskonar sögur um þennan gjörning, eins og að Samfylkingin hafi haft áhrif á það hverjir komust að með ýmisskonar áróðri, og það hafi verið gert til að ná tökum á vinnuferlinu á þinginu og laga stjórnarskrána að Evrópubandalags umsókninni. Að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sent út lista með völdu fólki og hvatt alla til að kjósa samkvæmt honum, og núna síðast af hræðslu við afleiðingarnar af vinnu þess fólks sem náði kjöri, þá hafi Sjálfstæðisflokkurinn fengið einhvern eða alla þremmenninganna til að kæra í þeirri von að dómur félli eins og hann féll og hætt verði við þingið.

En ég vil ekki trúa að neitt svona hafi verið í gangi og er tilbúinn í slaginn aftur ef kosið verður á nýjan leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ægir Björgvinsson

Höfundur

Ægir Björgvinsson
Ægir Björgvinsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...mynd_gir
  • ..._2502523079

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband