ICESAVE og bankarnir

Nú er kominn nýr ICESAVE samningur sem er að sögn nefndarinnar mikið betri en sá sem átti að þvinga fram samþykki á síðast, það er mjög líklegt að þessi samningur sé ásættanlegur ef við þurfum á annað borð að greiða eitthvað. Ég er sammála Þór Sari að það á að láta bankana sjá um greiðslurnar, þeir ásamt lélegu eftirliti með þeim hjá stjórnvöldum varð til þess að við erum í þessari stöðu.

Nú verður því eflaust borið við að það sé búið að selja bankana aftur og því sé ekki hægt að láta þá borga, en ef niðurstaða norsku rannsóknarnefndarinnar er rétt þá á að rifta samningunum um söluna því hún er eftir þessu byggð á röngum forsendum þar sem endurskoðendur og eigendur bankanna fyrir hrun lugu til um stöðuna, síðan eigum við að reka bankana og nota hagnaðinn til að borga ICESAVE. Ef ég hef skilið afkomutölur frá bönkunum rétt, sem birtar hafa verið þá ætti þetta að vera lítill vandi ef vandað og heiðvirt fólk er við stjórnina.

Ég vil núna sjá fleiri en Geir Haarde og Baldur Guðlaugsson dregna fyrir dómara vegna hrunsins og/eða afglapa í starfi , t.d.  endurskoðendur hjá Pricewater (hver á það apparat, veit það einhver), bankastjórnir, Svavar Gestsson og nefndina hans sem ætlaði að setja okkur í óendanlegar skuldaklyfjar, Össur Skarphéðinsson sem er svo upptekinn af að koma okkur í Evrópubandalagið að honum fannst ekkert að því að samþykkja samninginn hans Svavars


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ægir Björgvinsson

Höfundur

Ægir Björgvinsson
Ægir Björgvinsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...mynd_gir
  • ..._2502523079

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband