Færsluflokkur: Bloggar

Af hverju vel ég ALÞÝÐUFYLKINGUNA

Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar tekur af miklum metnaði á helstu málum er varðar íslenskt samfélag og þá einstaklinga sem búa landið. Alþýðufylkingin er fjöldahreyfing sem berst fyrir hagsmunum alþýðunnar, en hennar hagsmunir er eru grundvöllurinn að öllum okkar baráttumálum.

Í áætluninni er gerð grein fyrir helstu baráttumálum Alþýðufylkingarinnar á næstu árum, innra samhengi þeirra og samhengi þeirra við framtíðarsýn flokksins um betra samfélag. Þessi áætlun er ekki listi af loforðum heldur ábending um að ef við viljum betra samfélag þar sem við erum okkar eigin gæfu smiðir, þá þurfum við að berjast fyrir því.

(Er í 3ja sæti í suðvesturkjördæmi)


Stjórnlagaþing úti ? eða hvað ?

Jæja það fór þá svona að kosningin er dæmd ógild og allt í upplausn, ég vona að ráðamenn komist að ásættanlegri og löglegri niðurstöðu. Ég er fyrrverandi frambjóðandi til stjórnlagaþimgs (nr. 2743) og tel að það eigi, ef ekki er hætt við, að kjósa aftur og allir sem buðu fram fái tækifæir til að taka þátt. Ég tel að þessi umgjörð sem var búin um kosningarnar hafi getað fælt fólk frá því gagnrýnin um að ekki væri rétt staðið að kosningunni var komin af stað áður en kosið var. Það eru búnar að ganga allskonar sögur um þennan gjörning, eins og að Samfylkingin hafi haft áhrif á það hverjir komust að með ýmisskonar áróðri, og það hafi verið gert til að ná tökum á vinnuferlinu á þinginu og laga stjórnarskrána að Evrópubandalags umsókninni. Að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sent út lista með völdu fólki og hvatt alla til að kjósa samkvæmt honum, og núna síðast af hræðslu við afleiðingarnar af vinnu þess fólks sem náði kjöri, þá hafi Sjálfstæðisflokkurinn fengið einhvern eða alla þremmenninganna til að kæra í þeirri von að dómur félli eins og hann féll og hætt verði við þingið.

En ég vil ekki trúa að neitt svona hafi verið í gangi og er tilbúinn í slaginn aftur ef kosið verður á nýjan leik.


Stjórnlagaþingskosningin

Jæja ágætu vinir, nú er komið að þessu sem beðið hefur verið eftir þ.e.a.s. kosningin til stjórnlagaþings er handan við hornið. Ég vil þakka fyrir stuðninginn og bið ykkur öll um að fara og kjósa, ekki endilega af því að ég er í framboði heldur fyrst og fremst af því að þetta eru kaflaskipti í íslenskri sögu þetta er í fyrsta skipti sem landið er eitt kjördæmi og persónukjör og einnig af því að ef kosningarþátttakan er góð verður niðurstaðan gífurlegt aðhald á ríkisstjórn Íslands bæði núna og þær sem á eftir koma, hún sýnir að við fólkið í landinu er ekki sama hvernig málin ganga. Hafið það ævinlega gott og hafið kæra þökk, hvetjið alla sem þið eruð í sambandi við til að kjósa.

Áherslur og meiningar um nýja stjórnarskrá

 

Það þarf að ná tökum á ástandinu í þjóðfélaginu núna og viðhalda því ,og það verður ekki hægt nema að binda enda á flokksræðið í landinu, gera landið að einu kjördæmi og kjósa persónur,  þá fá hæfir einstaklingar sem eru utan flokka eða eru kaffærðir í eigin flokki vegna valdabaráttu, tækifæri til að fara í framboð og  láta þjóðina leggja mat á viðkomandi.

Það er ákveðin hætta á að „vinsælt fólk" bjóði sig fram en ég treysti þjóðinni til þess í kosningum að velja hæfa einstaklinga til að stjórna.

-------------------------------------------------------------------

Það þarf að tryggja þjóðinni sameiginlegu auðlindirnar, fiskinn í hafinu, jarðhitann, olíuna í landgrunninu (ef hún finnst) og ónýtt land, sem raunar nú þegar er byrjað að gera með verndun náttúruperla.    Þetta þarf að gera til að tryggja okkur fast fjármagn sem annars fer til einstaklinga/fyrirtækja sem ekki skila nema broti af hagnaði til þjóðarbúsins en myndu með þessu  gera það í formi fyrirfram reiknaðra leigugjalda.

------------------------------------------------------------------------------------

Forseti á að sitja í 8 ár, hámark 12 að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að breyta miklu í stjórnarskránni varðandi embættið.

-------------------------------------------------------------------------------

Þrískipting valdsins

Það er full ástæða til að koma í veg fyrir að handhafar forsetavalds séu valdir politískt, svo ekki komi upp þær aðstæður að þeir læðist inn í fjarveru forseta og náði dæmda glæpamenn svo þeir komist á þing aftur.

 Og dómarar ættu ekki að vera valdir pólitiskt.

----------------------------------------------------------------------------------

Ráðherrar eiga ekki að vera þingmenn og ekki sitja lengur en 8 ár, hámark 12. Það sama ætti að gilda um þingmenn  Til að mæta kostnaði vegna ráðherra mætti fækka þingmönnum um 10 eða fleiri, við höfum enga þörf fyrir svona marga.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Aðskilnaður ríkis og kirkju, já.

Trúmál eru viðkvæm en við þurfum festu og það má ekki hafna henni í stjórnarskránni, þetta er mál sem þarf að fara varlega með og leyta ráða hjá fagaðilum um breytingar ef þeirra er þörf, ég vil ekki taka afstöðu fyrr en að vel athuguðu máli og umræðu við aðra.

----------------------------------------------------------------------------------

Þjóðaratkvæðagreiðslur.

Vægi þjóðaratkvæðagreiðsla þarf að aukast en þó þarf að finna gullinn meðalveg þar sem þær geta orðið of oft og verið til trafala, stjórn landsins þarf að geta unnið eftir því umboði sem hún fær í kosningum og tekið ákvarðanir aðrar en þær sem varðar þjóðarheill, samanber ICESAVE og ákvarðanir um þáttöku í stríði (Davíð og Halldór fóru í stríð í Írak með bandaríkjunum)


Framboð til stjórnlagaþings

 

FRAMBOÐ TIL STJÓRNLAGAÞINGS.

Ægir Björgvinsson

 

Ég undirritaður býð mig fram til setu á stjórnlagaþingi, en kosið verður þann 27/11 2010. Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram er sú að ég vil hafa áhrif á þær breytingar og betrumbætur á núverandi stjórnarskrá sem ætlast er til að þetta þing leggi til.

Ég vil að auðlindirnar þ.e.a.s. fiskurinn í hafinu, orkan úr jörðu og hálendið tilheyri þjóðinni.            Ég vil að landið sé eitt kjördæmi og að þingkosningar verði persónubundnar, þetta þarf til að losa um hina mögnuðu pólitísku fjötra sem við erum bundin í.                                                                  Ég vil að við þegnarnir séum varðir fyrir mistökum stjórnmálamanna, t.d. að það sé ekki hægt í nafni forsetavalds að náða glæpamenn eða lýsa yfir stríði við aðrar þjóðir.                                                Ég vil auka ábyrgð forseta og ráðherra og setja mörk á setu þeirra og annara þingmanna í embætti, 8 ár hámark 12.                                                                                                                                 En fyrst og fremst vil ég að sjálfstæði okkar sé tryggt svo við getum fært afkomendum okkar örugga framtíð á Íslandi, því þó ástandið sé dapurt núna þá getum við með sameiginlegu átaki gert landið okkar að fyrirmyndar ríki.

Ég óska eftir stuðningi ykkar í kosningunni, mitt auðkennisnúmer er 2743

Nánari upplýsingar um mig er hægt að fá á facebook síðu minni


Sveitastjórnarkosningum lokið, á ekkert að gera í þjóðmálum?

Nú þegar sveitastjórnarkosningum er lokið ætti að vera ástæða fyrir fjórflokkana að fara að snúa sér að þjóðmálunum aftur og koma með aðgerðir til að hlutirnir fari að rúlla en það er greinilega ekki hægt þegar mál málanna í dag er hvort forsætisráðherra hafi ekki sagt á einhverjum púnkti rétt til um hvað henni og seðlabankastjóra fór á milli þegar hann var ráðinn til starfans.

HALLÓ, HALLÓ, þjóðin er á barmi hengiflugs og hvað eruð þið að gera, fólkið sem við kusum eftir hvatningar frá ykkur sjálfum um að þið væruð besti valkosturinn til að leiða okkur út úr þessu standi.

Þið eruð ennþá rígföst í flokkadrætti og alltaf kemur þessi sami frasi "við gerum það sem er best fyrir flokkinn" þorgerður hættir, Valdís hættir,  "gamla liðið sem átti hvað stærstan þátt í hruninu hverfur hægt og hljótt út af sviðinu (s.s. Davíð, Geir, Ingibjörg, Halldór ofl.) en alt gerist þetta af því það er flokknum fyrir bestu engum dettur í hug að skoða hvað er þjóðinni þ.e.a.s. okkur fólkinu í landinu fyrir bestu.


Aflið sem getur haft áhrif er til.

Ég hef verið að leita að stað þar sem ég kæmi að sem mestu gagni í þeirri baráttu sem er í gangi við að rétta þjóðfélagið af eftir hrunið, og nú er hann fundinn. Ég var með góðu fólki um helgina þ.e.a.s. ég sat landsþing Frjálslynda Flokksins og ef þið lesið málefnayfirlýsinguna og stefnuskrá flokksins þá eru það plögg sem segja allt sem þarf. Og ég get fullyrt eftir að hafa fylgst með í vetur að Sigurjón formaður flokksins og hans fólk er í stakk búið til að vinna að uppbyggingunni sem er framundan, flokkurinn með sínar hugmyndir og hugsjónir er það afl sem allir ættu að geta aðhyllst.

Í forystu flokksins eru reynsluboltar sem hafa barist fyrir réttlætismálum bæði inni á hinu háa Alþingi og utan, þau þekkja því alla flóruna sem er í kringum fjórflokkana, þeim kemur ekkert á óvart sem þeir og þeirra fylgifólk finnur uppá til að halda í það sem þeir hafa úthlutað sjálfum sér, og geta þar af leiðandi brugðist rétt við. Ég ætla að standa með þessu fólki í komandi átökum og hvet alla til að kynna sér málefnin þeirra og er alveg viss um að eftir að þið hafið gert það, þá komið þið með okkur líka.

Við þurfum heiðarlegt afl með bein í nefinu, sem talar kjarnyrta íslensku til að leiða okkur út úr þessum ósköpum sem hafa dunið yfir þjóðina.


Logn á undan stormi !!!!!!!

Mér finnst óhuggulegt lognið sem er komið núna í málum þjóðarinnar, ég veit ekki eftir hverju er beðið en vil setja hérna inn grein sem ég skrifaði um daginn ef ske kynni að einhverjir vildu vita hvernig ég hugsa og hvað ég vil gera, ef það er ekki orðið ljóst nú þegar.

Kreppan eftir hrunið er í algleymi og enn eru skiptar skoðanir um hvernig á að bregðast við ástandinu. Vegna  mismunandi sjónarmiða hjá málsmetandi fólki í landinu þá hef ég verið að velta fyrir mér hvort það væri ástæða fyrir venjulegan Íslending að blanda sér í þá umræðu á opinberum vettvangi. Ég er svona kaffitíma æsingamaður með fullt af skoðunum og vitneskju um  hvernig á að leysa flest af þessum málum, en nú hef ég ákveðið að stíga fram því nú ofbýður mér algerlega, það er svo komið að í þessu þjóðfélagi okkar búa greinilega tvær þjóðir þ.e.a.s. þeir sem hagnast á ástandinu og lágu gengi krónunnar og vilja engu breyta, og við hin sem töpum þúsundum króna í hverjum mánuði vegna þess að lítið er gert til að leysa málin.

Hvað er það sem veldur því að ekkert gerist til endurreisnar þjóðfélaginu og til hjálpar okkur fólkinu í landinu sem eigum enga sök aðra en þá að trúa stjórnmálamönnum sem lofuðu stöðugleika, og bankamönnum sem máluðu svart malbikið grænt ? jú, það sem veldur þessu, er að við erum föst í heljargreipum pólitísks valds (stutt af auðvaldinu) sem hefur ekki víðari sýn en sem snýr að því að halda stöðu sinni og fylgja stefnu flokksins með hvaða ráðum sem er og hvaða afleiðingum sem það hefur í för með sér, og á það bæði við um stjórn og stjórnarandstöðu. Samfylkingin er við völd og hefur aðeins eitt stefnumál að því er virðist en það er að ganga í Evrópubandalagið og til þess hafa þau svínbeygt Vinstri græna sér til fulltingis. En til að umsóknin verði tekin til skoðunar  þarf að ganga frá þeim arma samningi  sem kallast ICESAVE, en þann samning eigum við ekki að skrifa uppá eins og er. Það sem við eigum að gera er að „deponera“  fyrir kröfunni eins og gert var stundum hér áður fyrr, þegar skuldari var ekki sáttur við innheimtuna gat hann lagt tilsvarandi upphæð inn á reikning og farið í samninga við hlutaðeigandi og ef það endaði með málaferlum og tapaðist/vannst var upphæðin til reiðu í banka. Þetta er það sem við eigum að gera, ríkissjóður á að fá lánað hjá lífeyrissjóðunum upphæð eða aðgengi að eign sem samsvarar ICESAVE kröfunni leggja veðið inn hjá hlutlausri þjóð (t.d. Kanada) láta síðan AGS, Breta, Hollendinga og Norðurlandaþjóðirnar vita að tryggingin er komin. Við eigum ekki að ganga í Evrópubandalagið, ég tel okkur ekkert hafa þangað að gera ( en að sjálfsögðu má fá inntökuskilyrðin upp á borðið svo allir sjá hverju við erum að hafna ).

 Við eigum að ganga til samninga við Norðmenn, Grænlendinga og Færeyinga (jafnvel Kanada) um að mynda einslags Norðurhafsbandalag, því að þessar þjóðir  sitja að eftirsóknarverðustu  auðæfum jarðar, fiskinum í hafinu, hreinu vatni, olíu, hreinni orku  og ekki síst að á þessu svæði er minnsta loftmengun í heimi  sem tryggir lífræna ræktun á landbúnaðarvörum.Við  eigum að taka þjóðareignina  kvótann  til okkar aftur, útgerðamenn verða bara að sætta sig við að taka meiri þátt í uppbyggingunni þó hagnaðurinn hjá þeim minnki,  við verðum að hafa eitthvað annað en skattpeninga til að semja með.  Við eigum að bjóða Noregi og/eða Kanada hluta af kvótanum og olíuvinnslurétt á landgrunninu í skiptum fyrir það að þeir standi á bak við íslensku krónuna til að hún styrkist. Restina af kvótanum á síðan að leigja út til íslenskra útgerða á föstu verði með skilyrði um fullvinnslu ákveðins hluta hér heima, verði eitthvað eftir þá verður það boðið hæstbjóðanda til nýtingar, útgerðir megi ekki framleigja ónýttan kvóta heldur skila honum inn til þjóðarinnar aftur sem þá leigir hann öðrum.  Við eigum að klára uppbyggingu þeirrar stóriðju sem komin er í gang ef það tryggir tekjur og vinnu, og að taka þátt í að fullnýta afurðirnar en ekki senda þær óunnar úr landi. Við eigum nóg af ósnertri náttúru og hreinu lofti til að markaðsetja okkur sem náttúruparadís enda á sérstaða okkar íslendinga að vera þegar til framtíðar er litið, hreint umhverfi og fullvinnsla allra afurða til sjávar og sveita, í því liggur fjöregg þjóðarinnar og sjálfstæði.

                                                                                                                                              

 


Ný þjóðaratkvæðagreisla

Það er eins og allur kraftur hafi endanlega farið úr ríkisstjórninni eftir atkvæðagreisluna, þessi mikla pressa um ICESAVE og upphróp um hvað atkvæðagreiðslan þjónaði litlum tilgangi sem var alveg fram á síðasta dag, og nú er bara "puff" eins og síðasti vindurinn í blöðrunni hafi farið.

Ég tel alveg ljóst um hvað á að kjósa næst og það hið fyrsta, en það er hvort við eigum að láta pólitíska stjórn leiða okkur út úr þessu ástandi eða eitthvað form af borgaralegri stjórn. Fyrir mér er það augljóst, pólitísku flokkarnir eru farnir að búa sig undir þingkosningar svo að það sem þó hefur verið í gangi er stoppað, stjórnarflokkarnir eru að setja í gang örvæntingafullar hrókeringar í stjórnarliðinu sem verður til þess að draga allt ennfrekar á langinn, stjórnarandstaðan rær undir með öllum ráðum að stjórnarslit verði. Pólitíkin sú arma tík er ráðþrota hún vill bara koma sínum hvolpum í vænleg embætti hér heima og/eða úti í Evrópu, og gildir það sama um stjórn og stjórnarandstöðu. 

Hér þarf að koma borgaraleg stjórn sem sett er saman af fólki úr þeim stöðum í þjóðfélaginu sem kunna að takast á við gjaldþrota stofnun sem er stútfull af spillingu sem enginn þorir að takast á við, það hljómaði ekki vel þegar forsætisráðherra/frú sendi Bjarna Ben. pilluna í Silfri Egils um daginn "þú skalt ekki segja mikið Bjarni, þín er getið í skýrslunni góðu"  skýslu sem við raunar bíðum öll eftir að verði birt en það virðist vera þannig að eitthvað verður til þess að það dregst endalaust, kannski er verið að bíða eftir að ákveðin atriði fyrnist svo ekki verði hægt að ganga að mönnum vegna þess.

Það sem ég sé fyrir mér er að setja upp svipað þing eins og var haldið hér í Laugardalshöllinni í vetur og þá ætti einvörðungu að ræða um hverjir geti leytt okkur út úr þessu ástandi og búa til stjórn sem síðan færi í þá vinnu.

 

 


Þjóðaratkvæðagreiðslan "um" ICESAVE

 Ég tel að við sýnum ábyrgð með því að mæta á kjörstað, hvað við kjósum er síðan ákvörðun hvers og eins, aðalmálið er að mæta og sýna samstöðu láta vita af því að við viljum nota þennan rétt sem við eigum í svona tilfellum.

Við eigum líka að mæta vegna þess að ríkisstjórnin er að segja okkur að þau séu komin með betri samning og þess vegna þurfi ekki að kjósa, EN SÁ SAMNINGUR ER EKKI UNDIRSKRIFAÐUR og hvað gerist ef við mætum ekki á kjörstað, jú þá pakka Bretar og Hollendingar saman og hætta að ræða við okkur því að gamli samningurinn tekur gildi, og við tekur stjórnarkreppa sem hjálpar engum. Með því að við mætum á kjörstað og tökum afgerandi afstöðu, munu þeir halda áfram að reyna að ná samningum sem allra fyrst, því þeir vilja greinilega gera allt til að komast hjá því að hleypa ICESAVE málinu til dómstóla. Okkar markmið á að vera það að "deponera" fyrir greiðslunni og gera alt sem hægt er til að fá úrskurð frá til þess hæfum dómstólum.

 ÁGÆTA ÞJÓÐ NÝTUM RÉTT OKKAR TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í AÐ SKAPA FRAMTÍÐ OKKAR OG KOMANDI KYNSLÓÐA, FÖRUM ÖLL OG KJÓSUM SÝNUM Í VERKI MÁTT OKKAR OG MEGIN.

Ég er búinn að kjósa og mitt val er NEI.


Næsta síða »

Um bloggið

Ægir Björgvinsson

Höfundur

Ægir Björgvinsson
Ægir Björgvinsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...mynd_gir
  • ..._2502523079

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband