Aflið sem getur haft áhrif er til.

Ég hef verið að leita að stað þar sem ég kæmi að sem mestu gagni í þeirri baráttu sem er í gangi við að rétta þjóðfélagið af eftir hrunið, og nú er hann fundinn. Ég var með góðu fólki um helgina þ.e.a.s. ég sat landsþing Frjálslynda Flokksins og ef þið lesið málefnayfirlýsinguna og stefnuskrá flokksins þá eru það plögg sem segja allt sem þarf. Og ég get fullyrt eftir að hafa fylgst með í vetur að Sigurjón formaður flokksins og hans fólk er í stakk búið til að vinna að uppbyggingunni sem er framundan, flokkurinn með sínar hugmyndir og hugsjónir er það afl sem allir ættu að geta aðhyllst.

Í forystu flokksins eru reynsluboltar sem hafa barist fyrir réttlætismálum bæði inni á hinu háa Alþingi og utan, þau þekkja því alla flóruna sem er í kringum fjórflokkana, þeim kemur ekkert á óvart sem þeir og þeirra fylgifólk finnur uppá til að halda í það sem þeir hafa úthlutað sjálfum sér, og geta þar af leiðandi brugðist rétt við. Ég ætla að standa með þessu fólki í komandi átökum og hvet alla til að kynna sér málefnin þeirra og er alveg viss um að eftir að þið hafið gert það, þá komið þið með okkur líka.

Við þurfum heiðarlegt afl með bein í nefinu, sem talar kjarnyrta íslensku til að leiða okkur út úr þessum ósköpum sem hafa dunið yfir þjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ægir Björgvinsson

Höfundur

Ægir Björgvinsson
Ægir Björgvinsson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...mynd_gir
  • ..._2502523079

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband